MC KobZ feat. Ruþmi & Melódía (2002)

MC KobZ (aka Jakob Tómas Bullerjahn) - Rímnaböst og kveðskapur. Ruþmi (aka Andri Ólafsson) - Vókaltrommur og killa'beatz. Melódía (aka Skúli Á. Sigurðsson) - Bassaleikur og "jattla flá þig lifandi"-attitúd.

MC KobZ og föruneyti hans er upprennandi tríó sem leikur hip-hop/rap með lifandi undirleik, sem er ásamt djúpum textum KobZ "trademark" sveitarinnar. Frontmaðurinn og rímnamasterinn lætur sér ekki nægja að rappa um mellur, dóp, áfengi og mömmu þína heldur tekur hann einnig fyrir trúarbrögð og pólitík. Undirleikur plebbans, sem kýs að spila á bassa þó hann kippi í gítarinn endrum og eins, einkennist af grípandi línum, sterku andrúmslofti og taktföstu grúvi. Það sem þykir gefa sveitinni ákveðinn ferskleika eru "vókal"-beatin sem Ruþmi "syngur". Slíkt er lítt þekkt en hefur gefist vel að sögn þremenninganna. Einn meðlimur sveitarinnar lýsir tónsmíðum sveitarinnar á þessa leið: "...mér finnst ég ekki vera að spila rapp. Þetta er Metall. Heavy-Metall rappsins." MC KobZ feat. Ruþmi & Melódía unnu Óðrík Algaula 2002, tónsmíðakeppni MH, ásamt tónlistarmanninum Cucular.


Fullunnin lög með MC KobZ feat. Ruþmi & Melódía:

1. Kristsfall* [live] (Bullerjahn/Ólafsson/Sigurðsson)
2. Kristsfall (Bullerjahn/Ólafsson/Sigurðsson)
3. Valhöll skelfur (Bullerjahn/Ólafsson/Sigurðsson)
4. Óli prik (Gömul barnagæla, úts. Bullerjahn/Guðmundsson/Ólafsson/Sigurðsson)
5. Intro: King Nothing* [live] (Hetfield/Ulrich/Hammet)
6. Kristsfall* [live] (Bullerjahn/Ólafsson/Sigurðsson)
7. Óli prik* [live] (Gömul barnagæla, úts. Bullerjahn/Guðmundsson/Ólafsson/Sigurðsson)
8. Hljóðnemadróttinn* [live] (Bullerjahn/Ólafsson/Sigurðsson)

Lög í vinnslu: 2

Efni með MC KobZ feat. Ruþmi & Melódía gefið út af Ræsinu:

Kristsfall (smáskífa), 23. desember 2002.

Koma fram á:

Óðríkur Algaula 2002 (2CD), nóvemberlok 2002.


(Til að vista á tölvu: PC: Hægri smellið á linkinn og veljið "Save target as..." Mac: Fáið ykkur PC!)
(Öll lög tekin upp í Ræsinu, nema *)